Veftré Print page English

Vígsla óperuhússins í Ósló


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Haralds Noregskonungs og Sonju drottningar um að vera viðstödd vígsluhátíð hins nýja óperuhúss í Ósló annaðkvöld, laugardaginn 12. apríl. Forsetahjónin verða gestir konungshjónanna í höllinni og munu einnig sitja hátíðarkvöldverð þar með öðrum gestum, m.a. Margréti Danadrottningu og Tarja Halonen forseta Finnlands.
Óperuhúsið hefur þegar vakið víðtæka alþjóðlega athygli fyrir glæsilegan og listrænan byggingarstíl og er því ætlað að verða traustur grundvöllur nýrrar sóknar í norsku tónlistarlífi.