Forseti Íslands
The President of Iceland
Suðurskautið og norðursiglingar
Forseti á fund með Alexander Borodin um alþjóðlegan leiðangur um Suðurskautið á næsta vetri þar sem komið verður fyrir alþjóðlegum veðurathugunarstöðvum. Einnig var rætt um ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi næsta sumar þar sem fjallað verður um norðursiglingar í síðari heimsstyrjöldinni, Arctic Convoys; auk þess rakti Borodin áform um djúpkafanir við Íslandsstrendur til að leita að flökum rússneskra skipa sem fórust í síðari heimsstyrjöldinni.
Letur: |
| |