Veftré Print page English

Heimsókn í verðlaunafyrirtækið 3X Technology á Ísafirði


Forseti heimsækir í dag fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði sem hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2006 fyrir ágætan árangur sem fyrirtækið hafði náð á skömmum tíma í sölu og markaðsetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnaðinn. Árangur fyrirtækisins sýnir hverju hugvit, þekking og tækni fær áorkað og starfsemi þess er gott dæmi um nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni.

Með forseta í för verður dómnefnd Útflutningsverðlaunanna, en hana skipa fulltrúar frá Útflutningsráði, Alþýðusambandi Íslands og Háskóla Íslands. Heimsóknin hefst rúmlega 11 í dag og lýkur um kl. 15 síðdegis.