Veftré Print page English

Heimsókn Al Gore


Al Gore, handhafi Friðarverðlauna Nóbels og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar um að koma í heimsókn til Íslands dagana 7.-8. apríl næstkomandi.

Meðal þátta í dagskrá heimsóknarinnar verða kynningarfundir  með íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum, einkum á sviði orkunýtingar og jöklarannsókna. Þá mun Al Gore flytja fyrirlestur á fundi sem opinn verður almenningi og fjalla þar um loftslagsbreytingar, baráttuna gegn þeim og svara fyrirspurnum. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Glitni.

Nánar verður tilkynnt um dagskrá heimsóknarinnar eftir páska. Fréttatilkynning.