Hrafnagilsskóli - verðlaunaskóli
Forseti heimsækir
Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit sem hlaut
Íslensku menntaverðlaunin 2007. Í upphafi heimsóknarinnar var dagskrá í íþróttasal skólans þar sem nemendur lásu upp og sungu, forseti flutti ávarp og svaraði fjölmörgum spurningum nemenda. Þá gengu forsetahjónin um kennslustofur skólans og kynntu sér starfsemi sem fram fer í ólíkum aldursflokkum. Að lokum snæddu þau hádegisverð í matsal skólans ásamt nemendum, skólanefndinni, sveitarstjórnarmönnum í Eyjafjarðarsveit og fulltrúum sparisjóðanna sem eru styrktaraðili Íslensku menntaverðlaunanna.
Myndir