Veftré Print page English

Jarðhiti í Kaliforníu


Forseti á fund með Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra Kaliforníu um nýtingu jarðhita í Kaliforníu og hvernig samvinna við íslenska vísindamenn, sérfræðinga og fyrirtæki gæti orðið þáttur í því að ríkið næði lögbundnum markmiðum sínum um minnkun mengandi útblásturs. Sú löggjöf var mikilvægt framlag og fyrirmynd í baráttunni gegn loftslagsbreytingum enda er Kalifornía sjötta stærsta hagkerfi heims. Fundurinn fór fram í Washington og var niðurstaða hans að fylgja þessum hugmyndum eftir á næstu mánuðum.