Niðurdæling - þróunarmál
Forseti á fund með prófessor Jeffrey Sachs og prófessor Klaus Lackner í höfuðstöðvum Colombia háskólans í New York. Fjallað var um
tilraunir við niðurdælingu koltvísýrings sem fram fara á Íslandi í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og rætt hvernig Íslendingar geta hagnýtt sér reynsluna af hinum svonefndu
þúsaldarþorpum sem eru sérstök aðgerð til að styrkja baráttu gegn fátækt og fyrir aukinni velferð og heilbrigði í Afríku. Tilraunirnar með niðurdælingu ganga vel að dómi hinna erlendu vísindamanna og geta orðið mikilvægt framlag Íslendinga til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.