Veftré Print page English

Skipalestir í síðari heimsstyrjöld


Forseti tekur þátt í undirbúningsfundi aðila sem hafa verið að skipuleggja ráðstefnu um skipalestir á norðurslóðum í síðari heimsstyrjöldinni, Arctic Convoys. Frumkvæði að þeirri ráðstefnu kom fram í heimsókn gamalla rússneskra sjóliða og hermanna til Íslands fyrir nokkrum árum. Markmið ráðstefnunnar verður að efna til samræðna fræðimanna og fyrrverandi hermanna varðandi reynsluna af þessum einstæðu skipalestum og hvernig þær gegndu lykilhlutverki í síðari heimsstyrjöld.