Veftré Print page English

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands


Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verðlaunin hlaut verkefnið Rafskautanet fyrir fingurendurhæfi en það er unnið af Örnu Óskarsdóttur og Tinnu Ósk Þórarinsdóttur. Fimm önnur verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna. 1. Gráa gullið sem er unnið af Sigurlaugu R. Sævarsdóttur.
2. Pattern Finder – Greiningarforrit til munsturgreiningar sem unnið er af Gunnsteini Hall.
3. ICCE – Icelandic Carbon Credit Exchange sem unnið er af Bergþóru Arnarsdóttur.
4. Mælingar á þéttleikabreytingum í aftauguðum rýrum vöðvum sem er unnið af Guðfinnu Halldórsdóttur.
5. Víxlflæði á súrefni milli æða í sjónhimnu manna sem er unnið af Agli Axfjörð Friðgeirssyni.