Stjórnarfundur í Special Olympics
Forseti tekur þátt í símafundi stjórnar
Special Olympics þar sem meðal annars var rætt um árangurinn af heimsleikunum í Shanghai og undirbúning vetrarleikanna í Sun Valley í Bandaríkjunum árið 2009 sem og margvíslegar aðgerðir samtakanna til að styrkja íþróttastarf seinfærra og þroskaheftra víða í veröldinni. Heimsleikarnir í Shanghai hafa tvímælalaust orðið til að styrkja Special Olympics allverulega. Möguleikar samtakanna til þess að þjóna íþróttafólki með sérþarfir hafa aukist umtalsvert.
Íþróttasamband fatlaðra á Ísland er aðili að Special Olympics og var með öfluga sveit þátttakenda á leikunum í Shanghai.