Veftré Print page English

Delí leiðtogafundirnir


Forseti tekur þátt í samráðsfundi um skipulag og áherslur Delí leiðtogafundanna, Delhi Sustainable Development Summit, á næstu árum. Lagði forseti til að t.d. 2010 yrði leiðtogafundurinn helgaður efninu “Vatn – Höf - Jöklar. Áhrif á fæðuöryggi og hagkerfi heimsins.” Breytingar á vatnsbúskap jarðarinnar, þróun heimshafa og bráðnun jökla eru meðal hættulegustu afleiðinga loftslagsbreytinga og því mikilvægt að efla samræður sérfræðinga við áhrifafólk í alþjóðamálum og viðskiptum um þessa mestu ógn 21. aldar. Einnig var rætt um að helga e.t.v. fundinn 2009 umfjöllun um samningaferlið um nýjan loftslagssamning sem kæmi í framhaldi af Kyoto samningnum. Gæti sá Delí leiðtogafundur borið heitið “Frá Balí til Kaupmannahafnar” en úrslitalotan í samningum mun fara fram í Kaupmannahöfn á næsta ári.