Íslensku bókmenntaverðlaunin
Forseti afhenti
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlutu í flokki fagurbókmennta Sigurður Pálsson fyrir bókina Minnisbók og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis Þorsteinn Þorsteinsson fyrir bókina Ljóðhús - þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar.