Veftré Print page English

Viðurkenning Alþjóðahúss


Forseti afhenti viðurkenningar Alþjóðahúss, Vel að verki staðið, fyrir framlag í þágu nýrra íbúa á Íslandi. Viðurkenningar hlutu Lúkas Kostić fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu, Hjálmar Sveinsson og Ævar Kjartansson sem með þáttum í útvarpi hafa aukið skilning þjóðarinnar á málefnum innflytjenda og Efling – stéttarfélag sem sinnt hefur réttindum innflytjenda á öflugan átt, skipulagt námskeið og kynningarstarf og hefur á annan hátt þjónað hagsmunum þeirra á íslenskum vinnumarkaði sem komnir eru frá öðrum löndum.