Veftré Print page English

Umræðuþáttur á CNN


Í morgun var sjónvarpað á heimsrás CNN umræðuþættinum Leiðtogafundur um framtíðina: Björgum jörðinni (CNN Future Summit: Saving Planet Earth). Þátturinn verður endursýndur nokkrum sinnum.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var meðal þátttakenda í umræðuþættinum ásamt forystumönnum í loftslagsmálum víða að úr veröldinni, sérfræðingum og vísindamönnum. Stjórnandi þáttarins var Richard Quest, einn helsti þáttastjórnandi alþjóðaútgáfu CNN.

Í þættinum var rætt um yfirvofandi loftslagsbreytingar, hækkun sjávarborðs, bráðnun jökla, nýja stefnu í orkumálum og nýtingu hreinna orkugjafa, reynslu Íslendinga og þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á efnahagskerfi heimsins.

Þátturinn verður endursýndur nokkrum sinnum á heimsrás CNN. Fyrsta endursýningin verður í dag þriðjudaginn 18. desember kl. 18:00 að íslenskum tíma. Þátturinn verður einnig sýndur kl. 10:00 og 19:00 laugardaginn 22. desember og kl. 12:00 og 18:00 sunnudaginn 23. desember.