Verndun villtra laxa
Við athöfn á Bessastöðum voru tveir erlendir forystumenn í baráttunni fyrir verndun villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt. Þeir eru Noel Carr frá Írlandi og Marc-Adrien Marcellier frá Frakklandi. Viðstaddir athöfnina voru Orri Vigfússon og aðrir úr hinni íslensku forystusveit sem verið hafa í fararbroddi fyrir verndun villtra laxa.