Veftré Print page English

Samstarf við Fudan háskóla


Forseti á fund með Quin Shaode rektor Fudan háskóla í Sjanghæ og Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands og öðrum fulltrúum háskólanna um samstarf þeirra á sviði rannsókna og kennslu, námsmannaskipta og vísindaverkefna. Í gær var undirritaður samningur milli háskólanna og í nýlegri heimsókn til Kína flutti forseti fyrirlestur við Fudan háskóla og ræddi við stúdenta og forystumenn hans. Við Fudan háskóla starfar norrænt rannsóknarsetur sem fjölmargir háskólar á Norðurlöndum eiga aðild að.