Forseti Íslands
The President of Iceland
Menningartengsl við latnesku Ameríku
Forseti á fund með prófessorum við háskólana í Havana á Kúbu og í Panama og fulltrúum Cervantes stofnunarinnar um aukna kynningu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og vaxandi áhuga Íslendinga á spænskunámi. Á fundinum varpaði forseti fram hugmynd um að efnt yrði til ráðstefnu þar sem fjallað væri um hvernig nábýli við bandarískar herstöðvar hefði haft áhrif á bókmenntir og menningu, tónlist og kvikmyndir á Íslandi og í Panama en í báðum löndunum hafa Bandaríkjamenn nýlega lokað herstöðvum sínum eftir áratuga starfrækslu.
Letur: |
| |