Háskólinn í Reykjavík
Forseti heimsækir
Háskólann í Reykjavík og ræðir við nemendur í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum og nemendur í námi um orkumál og umhverfi, flytur inngangserindi og svarar fyrirspurnum. Þá á forseti fund með forsvarsmönnum háskólans og hlýðir á kynningu rektors, forseta tækni- og verkfræðideildar, forseta tölvunarfræðideildar, forseta kennslufræði- og lýðheilsudeildar og framkvæmdastjóra mannauðs og gæða á starfsemi háskólans og framtíðaráformum. Að því loknu fóru fram viðræður um tækifæri háskólans á komandi árum, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu fræðasamfélagi.