Veftré Print page English

Alþjóðleg íþróttaráðstefna


Forseti er viðstaddur opnun alþjóðlegrar íþróttaráðstefnu sem haldin er í Reykjavík og flytur setningarræðu. Þátttakendur í ráðstefnunni eru sérfræðingar í íþróttum, forystumenn íþróttasamtaka og íþróttafréttamenn víða að úr veröldinni og er þar sérstaklega fjallað um bætta starfshætti í skipulegri íþróttastarfsemi, baráttu gegn spillingu og eiturlyfjanotkun. Ráðstefnan sem ber heitið Play the Game er skipulögð í samvinnu við UMFÍ og sækja hana rúmlega 200 þátttakendur. Hægt er nálgast efnivið ráðstefnunnar á vefnum www.playthegame2007.org sem skapaður er í samvinnu RÚV og 45 evrópskra nemenda í fjölmiðlafræðum frá fjölmiðlaháskóla Danmerkur.