Veftré Print page English

Forvarnardagurinn


Forvarnardagurinn verður haldinn í annað sinn 21. nóvember næstkomandi og af því tilefni boðaði forseti aðstandendur dagsins til samráðsfundar á Bessastöðum. Forvarnardagurinn sem fyrst var haldinn í fyrra var að frumkvæði forseta og með þátttöku Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, UMFÍ, Skátahreyfingarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og rannsóknaraðila í samfélagsvísindum. Á deginum var lögð áhersla á þrjú heilræði sem rannsóknir sýna að duga best í forvarnarbaráttu. Undirbúningur að forvarnardeginum í ár er kominn vel á veg og gerðu starfsmenn dagsins sérstaka grein fyrir helstu áhersluatriðum. Forvarnardagurinn er styrktur af Actavis. Heimasíða dagsins er forvarnardagur.is.