Veftré Print page English

Forsetamerki skáta


Forseti Íslands mun á morgun, laugardaginn 27. október, sæma hóp skáta víða að af landinu Forsetamerki fyrir árangur þeirra í skátastarfi og þjálfun. Athöfnin fer fram í Bessastaðakirkju og hefst kl. 13:00. Að henni lokinni munu forsetahjónin taka á móti skátunum og fjölskyldum þeirra ásamt forystusveit skátahreyfingarinnar í Bessastaðastofu. Myndir

Skátahreyfingin er 100 ára á þessu ári og var þess minnst með glæsilegu heimsmóti skáta sem haldið var í Englandi í sumar. Fjöldi íslenskra skáta tók þátt í heimsmótinu.