Veftré Print page English

Sendiherra Djíbútís


Forseti á fund með nýjum sendiherra Djíbútís á Íslandi, hr. Rachad Farah, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum en hann er fyrsti sendiherra landsins á Íslandi. Rætt var um árangurinn af heimsókn forseta Djíbútís Ismail Omar Guelleh til Íslands í febrúarmánuði og samvinnuverkefnið á sviði jarðhitanýtingar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur ýtt úr vör í Djíbútí. Miklar vonir eru bundnar við það verkefni en á grundvelli þess gæti Djíbútí orðið fyrsta Afríkulandið sem byggir orkubúskap sinn fyrst og fremst á hreinni orku. Slíkt væri mikilvægt fordæmi í efnahagsþróun álfunnar.



Forseti Íslands ásamt sendiherra Djibútís, hr. Rachad Farah