Veftré Print page English

Sendiherra Úganda


Forseti á fund með nýjum sendiherra Úganda á Íslandi, hr. Joseph Tommusange, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um samvinnu landanna á sviði jarðhita, sjávarútvegs og landgræðslu. Úganda hefur eins og fleiri lönd í Austur-Afríku miklar jarðhitaauðlindir og forseti landsins telur mikilvægt að kanna samvinnu við Íslendinga á því sviði. Einnig þakkaði sendiherrann samvinnu við Íslendinga í sjávarútvegi og á öðrum sviðum og taldi mikilvægt að kanna hvernig reynsla Íslendinga af landgræðslu og baráttu við landeyðingu gæti nýst Úgandabúum.



Forseti Íslands ásamt sendiherra Úganda, hr. Joseph Tommusange.