Sendiherra Kúbu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kúbu á Íslandi, hr. Ernesto Melédez, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundi þeirra var rætt um aukinn áhuga Íslendinga á ferðum til Kúbu og áhuga Kúbverja á menntun og fræðslu á sviði sjávarútvegs.
Forseti Íslands ásamt sendiherra Kúbu, hr. Ernesto Melédez.