Veftré Print page English

Konukot - Sjálfboðaliðar


Forseti heimsækir Konukot sem er athvarf á vegum Rauða krossins fyrir heimilislausar konur. Þar á eftir heimsækir forseti Dvöl sem er athvarf Kópavogsdeildar Rauða krossins fyrir geðfatlaða. Á báðum stöðum hitti forseti skjólstæðinga og sjálfboðaliða en að heimsóknunum loknum var forseti í upplýsingabás Rauða krossins þar sem aflað var nýrra sjálfboðaliða og félagsmanna. Nú stendur yfir kynningarvika Rauða krossins en henni er ætlað að efla vitund þjóðarinnar um það starf sem Rauði krossinn vinnur á heimavettvangi.