Veftré Print page English

Höfuðstöðvar Iceland America Energy í Los Angeles


Forseti flytur ávarp við opnun höfuðstöðva Iceland America Energy í Los Angeles í Bandaríkjunum ásamt Anthony Villaraigosa borgarstjóra. Í ávarpi sínu fagnaði forseti þessum nýja áfanga í samvinnu Íslendinga og Bandaríkjamanna á sviði jarðhitanýtingar. Það væri táknrænt að daginn eftir að Al Gore hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum væri hér stigið skref í nýtingu hreinnar orku í öflugasta ríki Bandaríkjanna. Borgarstjóri Los Angeles tók í sama streng og lýsti metnaðarfullum markmiðum borgaryfirvalda og Kaliforníuríkis til að draga úr útblæstri koltvísýrings og þar með styrkja baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Boranir á vegum IAE hefjast næstu daga í Kaliforníu og eru það fyrstu boranir á vegum Íslendinga í Bandaríkjunum. Einnig er fyrirtækið að leggja hitaveitu í skíðabænum Mamouth.