Veftré Print page English

Heillaóskir til dr. Pachauri


Forseti sendir dr. Pachauri heillaóskir í tilefni af því að IPCC hlaut friðarverðlaun Nóbels, en Pachauri hefur sem formaður ráðsins stýrt samvinnu þúsunda vísindamanna um allan heim. Í kveðjunni þakkaði forseti dr. Pachauri vinarhug hans í garð Íslendinga, en hann hefur á undanförnum misserum tvívegis heimsótt landið sem gestur forseta. Pachauri flutti fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Nýir straumar sem forseti stofnaði til fyrir tveimur árum og var meðal ræðumanna á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var nýverið á Selfossi í tilefni af aldarafmæli Landgræðslunnar.