Veftré Print page English

Koltvísýringur - Alþjóðlegt rannsóknarverkefni


Forseti er viðstaddur undirritun samnings milli Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Columbia háskólans í Bandaríkjunum og Háskólans í Toulouse í Frakklandi. Samningurinn var undirritaður í hinu nýja stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. Hann fjallar um dælingu koltvísýrings niður í borholur þar sem hann blandast basaltlögum og verður að föstu efni. Verkefnið sem vakið hefur mikla alþjóðlega athygli verður, ef vel tekst til, umtalsvert framlag til að eyða koltvísýringi úr andrúmsloftinu og þar með draga verulega úr hættunni á loftslagsbreytingum. Forseti flutti ræðu við athöfnina og þakkaði meðal annars bandarísku vísindamönnunum Wallace Broecker og Klaus Lachner sem fyrstir komu með hugmyndina að þessu verkefni í samræðum við forseta og kynntu hana síðan þegar Broecker flutti fyrirlestur í boði forsetans en efnt var til þess fyrirlestrar í samvinnu við Háskóla Íslands (sbr. fréttatilkynningu 11.1. 2006).