Lögmaður Færeyja
Forseti sæmdi í dag Jóannes Eidesgaard, lögmann Færeyja, stórriddarakrossi með stjörnu fyrir framlag hans til að styrkja samvinnu Íslendinga og Færeyinga. Veiting fálkaorðunnar fór fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Við þetta tækifæri fagnaði forseti Íslands þeim áfanga að Færeyingar myndu síðar í dag opna Sendistovu á Íslandi sem gæfi þjóðunum tækifæri til að styrkja samvinnu sína á enn fleiri sviðum.