Veftré Print page English

Afhjúpun minnisvarða


Forseti er viðstaddur afhjúpun minnisvarða um flugliða Bandamanna sem gegndu miklu hlutverki í vörnum Íslands og baráttu um siglingaleiðir yfir Atlantshaf og norður til Rússlands í síðari heimsstyrjöldinni. Minnisvarðinn sem er í Fossvogskirkjugarði var afhjúpaður af hertoganum af Kent og höfðu Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Flugmálafélag Íslands forystu um gerð hans. Við athöfnina flutti forseti ávarp.