Veftré Print page English

Fálkaorðan veitt fyrir íslensk fræði


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi í dag dr. Andrew Wawn og dr. Rory McTurk sem báðir eru prófessorar við Háskólann í Leeds riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf þeirra í þágu íslenskrar tungu og íslenskra fræða.

Þeir Andrew Wawn og Rory McTurk hafa um langa hríð sinnt kennslu í íslensku, stundað rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum og íslenskum bókmenntum síðari alda og hafa jafnframt sent frá sér fjölmargar ritsmíðar um þau efni. Við háskólann hefur lengi verið öflug kennsla í íslensku og íslenskum bókmenntum.

Athöfnin fór fram í bókasafni Háskólans í Leeds en þar er meðal annars varðveitt hið merka bókasafn sem kennt er við Boga Melsteð.