Veftré Print page English

Landgræðsla - alþjóðleg aðgerðaáætlun


Forseti flytur ræðu á hátíðarfundi alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsbreytingar. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og fjölmargir sérfræðingar og alþjóðlegir áhrifamenn eru meðal þátttakenda. Í ræðunni gerði forseti grein fyrir alþjóðlegri aðgerðaáætlun sem gæti stuðlað að víðtækum aðgerðum í landgræðslu víða um heim og þannig lagt baráttunni gegn loftslagsbreytingum öflugt lið. Í aðgerðaáætluninni eru hugmyndir um hvernig reynsla Íslendinga getur orðið öðrum að gagni. Ræða forseta.