Sendiherra Þýskalands
Forseti á fund með nýjum sendiherra Þýskalands á Íslandi, dr. Karl-Ulrich Müller sem afhenti trúnaðarabréf á Bessastöðum. Rætt var um víðtæk áhrif Þjóðverja á íslenska menningu, vísindi og efnahagslíf og hvernig íslensk fyrirtæki eru að hasla sér völl í Þýskalandi á æ fleiri sviðum. Einnig var fjallað um þróun mála á norðurslóðum og þátt Þýskalands í glímunni við loftslagsbreytingar og ákvarðanir um nýtingu orkulinda sem þar er að finna og þau áhrif sem norðursiglingaleiðin getur haft á heimsviðskiptin.