Veftré Print page English

Forseti Tyrklands


Forseti Íslands á fund í Istanbul með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á fundinum kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna. Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum (ECAD). Forseti Íslands er verndari verkefnisins sem byggt er á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.