Veftré Print page English

Orðuveiting


Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands í dag, 17. júní 2007 tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:

1. Ásgeir J. Guðmundsson iðnrekandi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks húsgagnaiðnaðar
2. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar
3. Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar tónlistar
4. Guðjón Sigurðsson formaður MND samtakanna, Hafnarfirði, riddarakross fyrir forystu í málefnum sjúklinga
5. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar tungu
6. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra jarðvísinda
7. Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu
8. Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að samhjálp og velferðarmálum
9. Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf í þágu fatahönnunar
10. Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, riddarakross fyrir stofnun Smámunasafnsins og framlag til verndunar gamalla húsa



Orðuveiting 17. júní 2007. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Guðjón Sigurðsson formaður MND samtakanna, Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima, Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Ásgeir J. Guðmundsson iðnrekandi og Auður Jónsdóttir barnabarn Sverris Hermannssonar safnamanns.