Veftré Print page English

AFS - Afmælisráðstefna


Forseti flytur ræðu á afmælisráðstefnu AFS sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli starfseminnar á Íslandi. Þúsundir íslenskra ungmenna hafa verið skiptinemar á vegum AFS víða um heim og mikill fjöldi erlendra ungmenna verið skiptinemar á Íslandi. Í ræðu sinni vék forseti að mikilvægi þess að veita nýjum kynslóðum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast víðtæka reynslu sem náin kynni af öðrum þjóðum gætu fært fólki. Slíkt nýttist á margan hátt, bæði einstaklingum og íslenskri þjóð eins og fjölmörg dæmi um framgöngu þeirra sem á ungum aldri höfðu notið reynslunnar sem AFS veitir fólki sýna. Á fundinum var einnig fjallað um friðaráætlun AFS og mikilvægt framlag samtakanna til þess að styrkja friðarstarf víða um heim.