Veftré Print page English

Sendiherra Svartfjallalands


Forseti á fund á Bessastöðum með nýjum sendiherra Svartfjallalands, Miodrag Vlahovic, en hann er jafnframt fyrsti sendiherra lands síns á Íslandi. Færði sendiherrann Íslendingum þakkir fyrir að hafa viðurkennt sjálfstæði Svartfjallalands fyrr en aðrir og lýsti ríkulegum áhuga á að treysta tengslin við Ísland og læra af reynslu þjóðarinnar. Jafnframt var rætt um tækifæri smáríkja á nýrri öld og mikilvægi þess að smáríki Evrópu ykju samstarf sitt. Í því sambandi var vikið að hugsanlegri þátttöku Svartfjallalands í Smáþjóðaleikunum í Evrópu en þeir fóru nýlega fram í Mónakó