Veftré Print page English

Fundur með Albert II


Forseti á fund með Albert II fursta af Mónakó um aukna samvinnu Mónakó og Íslands. Á fundinum var rætt um fyrirhuguð áform Mónakó um að leita að jarðhita á hafsbotni undan ströndum Mónakó og hvernig vísindaþekking og tæknikunnátta Íslendinga gætu nýst í því skyni. Einnig var rætt um sameiginlegan áhuga forseta og furstans á alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en furstinn hefur þegið boð forsetans um að vera í heiðursráði Rannsóknarþings Norðursins. Þá var ítarlega fjallað um möguleika á auknum tengslum á sviði viðskipta, bæði fjármálastarfsemi og fjarskiptaþjónustu.