Helgi Tómasson heiðraður
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands Helga Tómasson stjórnanda San Francisco ballettsins stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu en það er æðsta viðurkenning sem lýðveldið veitir einstaklingum. Halldór Laxness hlaut þá viðurkenningu á sínum tíma. Viðstaddir athöfnina voru fjölskylda Helga Tómassonar, dansarar San Francisco ballettsins og ýmsir forystumenn úr íslensku menningarlífi.
Mynd