Vatnasafnið í Stykkishólmi
Forseti er viðstaddur opnun
Vatnasafnsins í Stykkishólmi sem er sköpunarverk listakonunnar Roni Horn. Þar hefur hún tvinnað saman íslenska náttúru, byggingarlist og menningu við listræna sýn sína. Kjarninn í verkinu eru glersúlur fylltar vatni úr íslenskum jöklum. Fjölmargir innlendir og erlendir aðilar hafa stutt stofnun Vatnasafnsins en bresku listasamtökin Artangel hafa haft forystu um aðkomu erlendra áhrifaaðila að þessu verki. Á eftir situr forseti kvöldverð í boði Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra Kaupþings en hann er öflugur styrktaraðili Vatnasafnsins.