Keilir
Forseti afhjúpar nafn og merki nýrrar miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs sem stofnuð er á Keflavíkurflugvelli. Miðstöðin ber á ensku heitið
Atlantic Center of Excellence. Markmiðið er að breyta fyrrum herstöð í háskólasamfélag. Við athöfnina voru undirritaðir margvíslegir samningar milli ráðuneyta og Keilis sem og samningar þar sem margvísleg fyrirtæki sem taka þátt í þróun Keilis veita fjármagn til hinnar nýju menntastofnunar. Reykjanesbær er mikilvægur þátttakandi í þessum nýja vettvangi og stýrði bæjarstjóri Reykjanesbæjar athöfninni; ráðherrar fluttu ávörp.