Veftré Print page English

Bandaríkin og Rússland; fundir í Washington


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í gær, miðvikudaginn 25. apríl, ræðu í hátíðarkvöldverði EastWest stofnunarinnar sem haldinn var til að minnast 200 ára afmælis stjórnmálasambands Bandaríkjanna og Rússlands. Ræða forsetans var tileinkuð rússneska vísindafrömuðinum Evgeny Velikhov sem heiðraður var við þetta tilefni. Ræða forseta.

Forseti Íslands átti einnig í gær og fyrradag fundi með þingmönnum í öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem fjallað var um hvernig árangur Íslendinga í nýtingu hreinna orkulinda, einkum jarðhita, gæti nýst í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fréttatilkynning. Myndir.