Forvarnir og lyfjaframleiðsla
Forseti á fund með forstjóra Actavis, Róbert Wessman, um árangurinn af
Forvarnardeginum sem haldinn var í september og hvernig nýta má reynsluna af honum í forvarnarstarfi víða í Evrópu. Íslendingar hafa komið á samstarfi fjórtán evrópskra borga um forvarnir, Ungmenni gegn fíkniefnum (
Youth in Europe: a Drug Prevention Programme). Einnig var rætt um samstarf við lyfjaframleiðendur og fyrirtæki víða um heim og hvernig hægt er að styrkja stöðu Íslendinga á heimsmarkaði fyrir samheitalyf