Kólumbía
Sendiherra Kólumbíu, hr. Alzate Donoso, afhendir forseta trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundi þeirra var rætt um glímu Kólumbíu við framleiðendur eiturlyfja, samstarf ríkja í Mið- og Suður-Ameríku og um reynslu Kólumbíu af þátttöku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en sendiherrann var meðal helstu fulltrúa Kólumbíu þegar landið átti sæti í Öryggisráðinu