Veftré Print page English

Uppreisnin í Ungverjalandi


Forseti Íslands heldur í dag áleiðis til Búdapest þar sem hann mun ásamt öðrum þjóðarleiðtogum taka þátt í viðburðum til að minnast uppreisnarinnar í Ungverjalandi árið 1956 og baráttunnar fyrir frelsinu.
Dagskráin hefst síðdegis á morgun, sunnudaginn 22. október, þegar László Sólyom forseti Ungverjalands og Ferenc Gyurcsány forsætisráðherra taka á móti hinum opinberu gestum í ungversku þjóðaróperunni. Í kjölfarið fylgir menningardagskrá og hátíðarkvöldverður í Þjóðarlistasafninu. Mánudaginn 23. október heldur dagskráin áfram með athöfn við Minnisvarðann um fórnarlömb atburðanna 25. október 1956 og í ungverska þjóðþinginu þar sem þjóðarleiðtogar votta fórnarlömbum frelsisbaráttu Ungverja og uppreisnarinnar 1956 virðingu sína.
Þjóðarleiðtogar hafa jafnframt sent sérstakar kveðjur í tilefni hálfrar aldar afmælis uppreisnarinnar í Ungverjalandi og verða þær gefnar út í minningabók. Kveðja forseta Íslands fylgir þessari fréttatilkynningu.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar og fulltrúar ríkja taka þátt í þessari minningarathöfn. Þeirra á meðal má nefna Harald Noregskonung, Tarja Halonen forseta Finnlands, Horst Köhler forseta Þýskalands, Juan Carlos konung Spánar, Mary McAleese forseta Írlands auk forseta frá fjölmörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu.
Kveðja forseta Íslands á fimmtíu ára afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi
Kveðjan á ungversku 
(Ólafur Ragnar Grímsson Izland köztársasági elnökének üzenete a magyar forradalom ötvenedik vfordulója alkalmából)
Kveðjan á ensku 
(Message from the President of Iceland,Ólafur Ragnar Grímsson on the 50th Anniversary of the Hungarian Revolution)