Veftré Print page English

Rússnesk heimsókn - orkumál og loftslagsbreytingar


Á fyrsta degi heimsóknar rússneskra ríkisstjóra kynntu þeir sér starfsemi verkfræðifyrirtækisins Hnits sem m.a. hefur unnið að jarðhitaverkefnum í Kamtsjatka og Chukotka. Þá fór fram ítarleg kynning í aðalstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur á nýtingu jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu, greint var frá alþjóðlegri tilraun við að eyða koltvísýringi úr andrúmsloftinu auk þess sem ítarlega var fjallað um vetnisverkefnið á Íslandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Orkuveitu Reykjavíkur kynnti starfsemi fyrirtækisins og ýmsir sérfræðingar fjölluðu um fyrrgreind atriði. Að þessari kynningu lokinni var haldið á Nesjavelli þar sem virkjunin var skoðuð og lauk dagskránni með heimsókn til Þingvalla.

Hinir rússnesku gestir sitja kvöldverðarboð forsetahjónanna á Bessastöðum