Breskir þingmenn
 
Forseti á fund með hópi breskra þingmanna sem  sinna samskiptum við Ísland. Flestir þeirra eru fulltrúar kjördæma í Skotlandi.  Rætt var um aukið mikilvægi Norðurslóða og Norður-Evrópu á komandi árum, ólík  tengsl ríkja á þessu svæði við Evrópusambandið, reynsluna af Evrópska  efnahagssvæðinu sem og þau tækifæri sem landfræðileg lega Skotlands skapar á  aukinni samvinnu við nágrannaríki í norðri.